Réttindi og skyldur foreldra vegna skólagöngu barna sinna

Réttindi og skyldur foreldra vegna skólagöngu barna sinna

Lára Bergljót Jónsdóttir

Virk þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna

Arabíska - عربى

rettindi_adalmynd

Íslenska

rettindi_adalmynd

Pólska - Polski

rettindi_adalmynd

Spænska - Español

rettindi_adalmynd

Lára Bergljót Jónsdóttir

Lára útskrifaðist með B.Ed gráðu úr Kennaraháskóla Íslands vorið 1999. Hún var umsjónarkennari í 18 ár og hefur síðan verið stjórnandi við menntastofnanir.

Hún starfar nú sem skólastjóri í Bláskógaskóla Reykholti. Vorið 2015 lauk hún námi í Hagnýtri margmiðlun frá Borgarholtsskóla. Lára lauk diplómu í stjórnun menntastofnana vorið 2019 og meistaraprófi í stjórnun menntastofnana í júní 2021.

 „Vinnan við þetta meistaraverkefni jók hæfni mína til að vinna í teymi að heildstæðu verkefni. Sem skólastjóri fékk ég reynslu af því að undirbúa nemendur, foreldra og starfsfólk fyrir krefjandi dag með myndatökuliði og fólki með nauðsynlega tungumálahæfni. Ég hlakka til að deila traustu efni með öðrum stjórnendum, kennurum og foreldrum um land allt.“

Réttur barna

Börn eiga rétt á því að fá næringu, fatnað og öruggt heimili svo þau geti þroskast á sem bestan hátt. Stjórnvöld eiga að aðstoða fjölskyldur sem hafa ekki kost á því að veita börnum framangreint. Börn eiga rétt á vernd gegn því að vinna hættuleg störf eða störf sem eru slæm fyrir skólagöngu þeirra, heilsu eða þroska. Ef börn stunda vinnu eiga þau rétt á því að gera það í öryggi og að fá sanngjörn laun fyrir.

Aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Sumir foreldrar verða að vinna mjög mikið og treysta á að börnin taki þátt í því að halda heimilinu í lagi. Sum börn hafa mikið að gera í skóla- og frístundastarfi og hafa því kannski ekki mikinn tíma til að vinna heimilisstörf. Hafa ber í huga aldur og þroska barna þegar ákveðið er hversu mikinn þátt þau eiga að taka í heimilisstörfum. Öll börn eiga rétt á hvíld, leik og að taka þátt í menningarlífi.

Menntun er réttindi

Menntun á að hjálpa börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindi sín og að virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntun á að hjálpa þeim að lifa friðsamlega og að vernda náttúruna.

Það er skólaskylda á grunnskólastigi á Íslandi. Skólaskyldan er að jafnaði í tíu ár. Öllum börnum, á aldrinum 6–16 ára, er skylt að sækja grunnskóla. Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera að lágmarki níu mánuðir. Skóladagar nemenda skulu eigi vera færri en 180.

Öllum börnum í yngri árgöngum grunnskóla skal gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila. Frístundaheimili er frístundavettvangur barna með áherslu á val barna, frjálsan leik og fjölbreytileika í viðfangsefnum og umhverfi.

Öll börn eiga rétt á menntun.  Við eigum að hvetja börnin okkar til að mennta sig.

Túlkaþjónusta

Foreldrar með annað tungumál en íslensku eiga rétt á túlkaþjónustu. Samskipti milli heimila  og skóla eru mjög mikilvæg og tungumálið má ekki vera hindrun. Oft bíður skólinn upp á að útvega túlkaþjónustu en foreldrar eiga ekki að hika við að óska eftir henni ef þörf er á.  Stundum eru börnin orðin mjög fær í íslensku og foreldrarnir fara að reiða sig á þau.  Það er nauðsynlegt að greina í sundur hvað við ræðum við börnin og hvenær við þurfum að þiggja túlkaþjónustu því það eru ýmis málefni sem fullorðnir þurfa að ræða án þess að börnin heyri.

Krækjur á gagnlega vefi

Greinargerð um verkefnið er á skemman.is