Samstarf heimila og skóla um nám og góða líðan grunnskólabarna

Samstarf heimila og skóla um nám og góða líðan grunnskólabarna

Dagmar Ólafsdóttir

Foreldrar og kennarar geta saman stuðlað að því að skólareynsla barna sé uppbyggileg fyrir sjálfsmynd þeirra

Arabíska - عربى

Íslenska

Pólska - Polski

Spænska - Español

Dagmar Ólafsdóttir

Dagmar útskrifaðist með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017. Hún starfar í grunnskóla í Reykjavík og stefnir á kennslu á sama skólastigi á næstkomandi árum. Áður starfaði hún í leikskóla í áratug. Dagmar lauk meistaranámi í kennslufræði grunnskóla í júní 2021.

Ég hef lært margt nýtt og nytsamlegt í allri vinnunni sem liggur að baki myndbandanna og vefsíðu. Það er alltaf gaman að prófa nýja hluti og takast á við krefjandi verkefni en að mínu mati skilja slík verkefni mest eftir sig. Vinnan gaf mér verkfæri til að nota sem kennari en hún opnaði augu mín fyrir nýjum möguleikum í að miðla efni áfram til ólíkra hópa. Einnig jókst hæfni mín í teymisvinnu sem nýtist vel á vettvangi líkt og í grunnskóla.“

Upphaf skólagöngu

Að byrja í skóla er mikilvægur tími þegar horft er til menntunar einstaklinga. Farsælar breytingar í skóla, líkt og að hefja göngu í nýjum skóla, tengjast síðar á lífsleiðinni betri námsárangri og félagslegri hæfni. Nemendur af erlendum uppruna telja að hlýjar móttökur skipti miklu máli fyrir skólagöngu þeirra.

Foreldrasamstarf

Gott samstarf milli heimila og skóla skilar sér til nemenda á þann veg að þeim líður betur og námsárangur verður betri. Æskilegt er að allir foreldrar ræða við börn sín um mikilvægi menntunar og þess að standa sig vel í skóla. Með því er átt við að foreldrar ræði námsáætlanir við börn sín og aðstoði þau við undirbúning og áætlanir fyrir framtíðina. Þannig má tengja efni sem fjallað er um í skólanum við áhuga nemenda og markmið. Hlutverk foreldra er ekki að kenna börnum sínum heldur að vera hvetjandi og áhugasöm um skólagöngu barna sinna.

Mikilvægt er að skólar og fjölskyldur vinni sameiginlega að því að efla félagsþroska barna, mennta þau og undirbúa fyrir framtíðina. Þess vegna er brýnt að allir foreldrar óháð þjóðerni, menningu eða kyni, taki þátt í skólastarfi barna sinna.

Nam_og_lidan_vidbot_2

Að eiga vini í skólanum

Öll börn þurfa að eiga vini í skólanum og finna að þau tilheyri hópi. Það að eiga vin í skólanum snýr ekki eingöngu að því að hafa einhvern til þess að leika við heldur hefur það áhrif á þroskaferil barna og rannsóknir sýna að það að eiga vini í skólanum tengist betri námsárangri. Ef að þú sem foreldri ert í góðum samskiptum við skólann eykur það líkurnar á því að þú kannist við samnemendur barna þinna og getir þannig hvatt barnið þitt til þess að kynnast bekkjarfélögum sínum og til þess að eiga góð félagsleg samskipti við þau.

Félagsstörf

Það er ýmislegt í boði fyrir börn og unglinga hér á Íslandi hvað varðar félagsstörf. Um land allt eru starfandi frístundaheimili fyrir börn í 1. – 4. bekk en þar fer fram mikilvægt starf sem snýr að félagslegri virkni og þátttöku. Einnig eru starfandi félagsmiðstöðvar fyrir 10 – 16 ára börn og unglinga, en þar er meðal annars unnið að því að efla nemendur félagslega. Starfið er af ýmsum toga, má þar nefna klúbbastarf og önnur tímabundin verkefni líkt og spilakvöld og ferðir sem dæmi. Þetta þarf að kynna sér á hverju svæði fyrir sig og er best að hafa samband við skrifstofu skólans til að fá upplýsingar.

Íþróttaiðkun barna og unglinga er mikil hér á landi. Hvort sem að barnið þitt vill stunda boltaíþróttir, dans, læra á hljóðfæri eða söng ættuð þið að finna það sem er við hæfi. Ef þú átt í vandræðum með að leita þér upplýsinga varðandi slíkt starf á internetinu gæti skólinn aðstoðað þig. Einnig býður Rauði kross Íslands upp á ýmis konar aðstoð við fjölskyldur af erlendum uppruna. Má þar nefna aðstoð við heimanám sem dæmi.

Krækjur á gagnlega vefi

Greinargerð um verkefnið er á skemman.is